14. nóvember 2019 | Sveinn Ragnarsson
Kynning á verkefni um matarsmiðju
Í dag, fimmtudag verður Vestfjarðastofa ásamt Vesturlandsstofu með kynningu á verkefni um matarsmiðju.
Fundurinn verður í húsnæði Báta og hlunningasýningar kl 14:00
Dagskrá
Kynning á nýrri matvælavinnslu í Saurbæ, opinni fyrir bændur - stefna okkar, byggt á reynslu annarra - Skúli Guðbjörnsson, Miðskógi
Hvernig nýtist svona aðstaða okkur? Til heimabrúks og sölu Fjóla Mikaelsdóttir, Kringlu
Umræður
Maria Maack, fimmtudagur 14 nvember kl: 16:29
Fundurinn var til sóma. Þeir sem vilja taka þátt í könnun um það hverjir verða hluthafi að slíkri afurða - þróunar og úrvinnslu smiðju - eða gætu notfært sér hana ættu að fara á https://www.facebook.com/groups/409599079816502/
(hópur á facebook um slátrun í heimabyggð og úrvinnslu. Það þarf að kpí-paste slóðina)
Dalamenn eru að taka sig saman til að stofna slika smiðju sem hlutafélag og stefna að vel útbúnu úrvinnsluverkstæði. Ef nú íbúar í Reykhólasveit og á Ströndum geta hugsað sér að vera með þá er líklegra en ekki að það yrði staðsett nær miðju þessarra sveitarfélaga. Það má hafa samband við skuli(hjá)vestfirdir.is, eða thorkatla(hja)vestfirdir.is
Er þetta ekki bullandi tækifæri? Mæja Maack getur líka aðstoðað.