Kynning á vinnslutillögu vegna aðalskipulagsbreytingar
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. nóv. 2017 að auglýsa uppfærða vinnslutillögu vegna breytinga á aðalskipulagi í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Aðalskipulagsbreyting felst í breyttri legu á Vestfjarðavegi (60) í sveitarfélaginu og nýrra efnistökusvæða.
Breytingin fjallar um leiðrétta veglínu á Vestfjarðavegi milli Bjarkalundar og Skálaness miðað við endurupptekið umhverfismat ásamt nýjum efnistökusvæðum, en veglína hefur breyst á nokkrum stöðum frá gildandi aðalskipulagi.
Markmið breytingarinnar er að auka umferðaröryggi á svæðinu með öruggari og burðarmeiri vegi sem og fækkun einbreiðra brúa. Breytingin er í samræmi við markmið gildandi aðalskipulags um vegi, en þar segir:
„Leitað verði hagkvæmustu lausna í vegagerð og stuðlað að umferðar- og rekstraröryggi og samtengingu byggðar“.
Á þessu stigi liggur ekki alveg ljóst fyrir hvor leiðin verður fyrir valinu og eru því báðar tillögur sýndar á uppdrætti á meðan ákvörðun liggur ekki fyrir. Þegar tillagan verður auglýst verður einungis ein leið sýnd.
Vinnslutillagan er birt á heimasíðu Reykhólahrepps, reykholar.is og einnig á skrifstofu Reykhólahrepps Maríutröð 5a 380 Reykhólahreppi. Upplýsingar eru einnig veittar hjá skipulagsfulltrúa.
Kynningarfundur um tillögu að breytingu á aðalskipulagi verður í Sjórnsýsluhúsi Maríutröð 5a, Reykhólum, mánudaginn 18. des. 2017, milli kl. 10 og 14.
Ábendingum skal skila skriflega til: Skipulags- og byggingarfulltrúa, Maríutröð 5a 380 Reykhólahreppur, eða á netfangið byggingarfulltrui@dalir.is eða sveitarstjori@reykholar.is eigi síðar en 5. jan. 2018.
Reykhólum 1. desember 2017
Bogi Kristinsson Magnusen
Skipulags- og byggingarfulltrúi