11. júlí 2014 | vefstjori@reykholar.is
Kynning og atkvæðagreiðsla á Reykhólum
Í dreifibréfi frá Félagi opinberra starfsmanna á Vestfjörðum kemur fram, að kynningarfundur og atkvæðagreiðsla verði á skrifstofu Reykhólahrepps kl. 13 í dag, föstudag. Í bréfinu segir að skrifað hafi verið undir nýjan kjarasamning milli „Samflots“ og samninganefndar sveitarfélaganna.
Nánari upplýsingar fást á kynningarfundi og varðandi atkvæðagreiðslu á skrifstofu Reykhólahrepps kl. 13 eins og áður segir.