17. október 2016 | Umsjón
Kynning og umræður um málefni fatlaðs fólks
Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þroskahjálpar verður núna á miðvikudaginn, 19. október, með fund í Hnyðju, Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Þar verður kynning á starfi og stefnu Þroskahjálpar og umræður um málefni fatlaðs fólks. Allir velkomnir. Fundurinn hefst kl. 16.30.