Tenglar

2. maí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Kynningarfundur um Íslendinga í Vesturheimi

Landnemafjölskylda í Vesturheimi eftir miðja 19. öld. Ljósm. Wikipedia
Landnemafjölskylda í Vesturheimi eftir miðja 19. öld. Ljósm. Wikipedia

Minnt skal á kynningarfund undir heitinu Vinir handan hafs - létt spjall um Vestur Íslendinga, sem haldinn verður á Reykhólum á morgun, laugardag. Atli Ásmundsson, fyrrum ræðismaður og áður m.a. kennari á Reykhólum segir sögur af starfinu vestra. Guðrún Ágústsdóttir blaðar í Vesturfaraskrá, athugar þar brottflutta úr Dalasýslu og Austur-Barðastrandarsýslu og spyr spurninganna Hverjir, hvert og hvernig? Síðan eru ábendingar og fyrirspurnir á dagskránni áður en Svavar Gestsson, fyrrverandi sendiherra og aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, segir frá Þjóðræknisfélagi Íslendinga í Vesturheimi og starfsemi þess.

 

Fundurinn verður í borðsal Reykhólaskóla og hefst kl. 14. Fundarstjóri verður Karl Kristjánsson, bóndi á Kambi í Reykhólasveit.

 

Kynning þessi er samvinnuverkefni Þjóðræknisfélagsins og utanríkisráðuneytisins.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30