Tenglar

11. desember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Kynslóðirnar koma saman

Meira en níu áratuga aldursmunur var á þeim yngstu og þeirri elstu í setustofunni í Barmahlíð þegar grunnskólakrakkarnir í Reykhólaskóla komu í heimsókn. Þetta voru um fjörutíu krakkar sem sungu nokkur jólalög fyrir heimilisfólk og starfsfólk við undirleik Steinunnar Ólafíu Rasmus auk þess sem nokkrar fullvaxta konur komu og sungu með, en síðan settist mannskapurinn að kakói og piparkökum og spjallaði saman. Sérstakir boðsgestir voru stjórn Barmahlíðar og sveitarstjóri Reykhólahrepps.

 

Myndirnar sem hér fylgja tala sínu máli og þurfa naumast frekari skýringa við.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31