1. apríl 2016 |
LK: Arnar kjörinn formaður
Arnar Árnason bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði var í dag kjörinn formaður Landssambands kúabænda. Hann hlaut 18 atkvæði en Jóhann Nikulásson bóndi í Stóru-Hildisey 2 í Austur-Landeyjum hlaut 15 atkvæði.
Arnar er 41 árs og hefur búið á Hranastöðum frá 2001. Hann er búfræðingur frá Hvanneyri og iðnaðartæknifræðingur af matvælasviði Tækniskóla Íslands.
Þetta kemur fram á vef Landssambands kúabænda.