Tenglar

22. mars 2016 |

LK: Helsta forystufólkið hættir

Miklar breytingar verða á forystu Landssambands kúabænda á aðalfundi núna um mánaðamótin, þegar formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri hætta. Sigurður Loftsson í Steinsholti í Hreppum, sem setið hefur í stjórn LK í fjórtán ár, fyrst sem varaformaður og síðan formaður undanfarin sjö ár, lýsti því yfir á dögunum að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs á komandi aðalfundi.

 

Það sama gerði Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum við Hrútafjörð, sem setið hefur í stjórn sambandsins í ellefu ár og þar af sem varaformaður síðustu sjö árin. Hún mun samt sitja áfram í stjórn Bændasamtaka Íslands.

 

Þetta kemur fram í frétt í Morgunblaðinu í gær. Þar segir einnig:

 

Nú þegar hafa tveir boðið sig fram til formennsku. Það eru Jóhann Nikulásson í Stóru-Hildisey 2 í Austur-Landeyjum, sem setið hefur í stjórninni í 14 ár, og Arnar Árnason á Hranastöðum í Eyjafirði.

 

Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda í tíu ár, hefur lýst því yfir að hann hefði sagt upp störfum og myndi hætta 1. apríl. Enginn hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra lengur en Baldur Helgi.

 

Það bíður nýrrar stjórnar að ráða nýjan framkvæmdastjóra. Allir félagsmenn eru í kjöri til stjórnar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31