Tenglar

22. júní 2016 |

Læknar ávísa hreyfiseðlum

Innleiðingu hreyfiseðla um allt land er lokið, segir í frétt frá velferðarráðuneytinu. Hreyfiseðill er meðferðarúrræði sem læknir skrifar upp á í samráði við sjúkling og er ávísun á hreyfingu eftir forskrift. Sjúklingi er vísað til hreyfistjóra sem útbýr hreyfiáætlun í samráði við hann. Sjúklingurinn framfylgir áætluninni upp á eigin spýtur en undir eftirliti hreyfistjóra, sem fylgist með árangri og meðferðarheldni.

 

Sýnt hefur verið fram á að með markvissri hreyfingu megi draga úr lyfjanotkun, læknaheimsóknum og innlögnum. Markmið með innleiðingu hreyfiseðla er að taka upp gagnlega og hagkvæma meðferð við langvinnum sjúkdómum og stuðla að því að hreyfingu sé beitt á markvissari hátt til forvarna og meðferðar í heilbrigðisþjónustu.

 

Hreyfiseðlum er nú ávísað í meðferðarskyni á öllum opinberum heilbrigðisstofnunum, sjúkrahúsum, stofnunum utan spítala, þ.e. á Reykjalundi og Heilsustofnun NLFÍ, hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum (sérstök áhersla er lögð á gigt-, geð-, öldrunar-, innkirtla-, lungna- og hjartalækna) og hjá sjálfstætt starfandi heilsugæslulæknum. Notkun hreyfiseðla eykst hratt.

 

Nánar hér á vef velferðarráðuneytisins

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31