8. mars 2011 |
Lærum að spinna!
Símenntunarstöðin á Vesturlandi stendur eins og jafnan fyrir mörgum námskeiðum á ýmsum stöðum á svæðinu. Þar á meðal er tveggja daga námskeið seint í þessum mánuði sem nefnist Lærum að spinna og verður haldið í Auðarskóla í Búðardal. Þar fer fram kennsla í vali og meðferð á ull ásamt kembingu og spuna. Kennt verður meðal annars um uppbyggingu ullarinnar og spunnið verður ýmiskonar band.
Námskeiðið verður föstudaginn 25. mars kl. 18-22 og laugardaginn 26. mars kl. 10-16. Leiðbeinandi er Rita Freyja Bach og námskeiðsgjald kr. 12.900.
Skráning í síma 437 2390 eða í netpósti.
Símenntunarstöðin á Vesturlandi minnir á styrkina úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna.