Tenglar

29. mars 2018 | Sveinn Ragnarsson

Lagafrumvarp um leið Þ-H

Af vef Vegagerðarinnar
Af vef Vegagerðarinnar

Komið er fram Frumvarp til laga um framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar á Vestfjarðavegi.

Flutningsmenn eru, Haraldur Benediktsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Guðjón S. Brjánsson, Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson.

 

Í greinargerð með frumvarpinu stendur m.a.:

„Liðin eru 20 ár frá því að Alþingi samþykkti vegaáætlun um uppbyggingu heilsársvegar milli Reykjavíkur og Patreksfjarðar og 18 ár frá því framkvæmdir áttu að hefjast á vegarkaflanum á milli Bjarkalundar og Flókalundar. Þó svo að margt hafi verið gert frá þeim tíma er uppbygging á veginum um Gufudalssveit ekki enn hafin. Breið samstaða er um mikilvægi þess að leggja nýjan veg um Gufudalssveit. Núverandi vegur er kominn til ára sinna og uppfyllir ekki gildandi kröfur um umferðaröryggi. Verulegir almannahagsmunir eru þannig í húfi og því blasir við að frekari tafir eru óásættanlegar.“

 

Og ennfremur:

 „Ekki þarf að fjölyrða um brýna nauðsyn þess að ráðast í vegabætur á svæðinu sem um ræðir, enda ber gamli malarvegurinn um Gufudalssveit ekki lengur þá umferð sem um hann fer og skapar alvarlega hættu.“

 

Fyrir réttu ári var þetta birt á síðu Vegagerðarinnar.

  

Athugasemdir

Urður olafsdottir, rijudagur 24 aprl kl: 16:24

Birna stragx.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30