Tenglar

5. september 2008 |

Lágmarksfjöldi íbúa: Undantekningar heimilaðar?

1 af 4

Í ávarpi sínu á Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Reykhólum í dag vék Kristján L. Möller ráðherra sveitarstjórnarmála m.a. að lögbundnum lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi, en samkvæmt núgildandi lögum er sú tala 50 manns. Áður hefur ráðherrann viðrað þá skoðun, að rétt væri að hækka lágmarkið upp í eitt þúsund manns. Hann sagði í dag að nauðsynlegt væri að ræða kosti og galla í þessum efnum, kallaði eftir viðhorfum sveitarstjórnarmanna og sagði stefnt að málþingi í haust. Lagafrumvarp yrði að líkindum lagt fram á Alþingi í vetur en væntanlega myndi sveitarfélögum verða veitt svigrúm til að velja sameiningarkosti. Jafnframt væri hugsanlegt að gera undantekningar vegna staðbundinna aðstæðna. Ráðherrann sagði að breytingarnar ættu að geta gengið í gegn á árunum 2012 til 2014.

 

Eins og myndirnar bera með sér reytti ráðherrann af sér gamanyrðin meðan aðstoðarfólk (Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi samgönguráðuneytisins, og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, starfsmaður Fjórðungssambands Vestfirðinga) gerði tölvutengdan skjávarpa kláran. Fundarstjórinn til vinstri á tveimur myndanna er Óskar Steingrímsson, sveitarstjóri í Reykhólahreppi. Á síðustu myndinni er allt orðið klárt, fjarskiptamál á Vestfjörðum komin til umræðu og alvara þingsins tekin við á ný ...

 
__________________________________________
Sjá svipmyndir frá fyrri degi Fjórðungsþingsins undir Ljósmyndir > Myndasyrpur > Fjórðungsþing 05.09.2008 í valmyndinni hér vinstra megin á síðunni.
 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31