Tenglar

13. maí 2011 |

Lambakjötsframleiðsla gæti aukist umtalsvert

„Bændur segjast treysta sér á næstu fimm árum til að auka framleiðsluna um tíu til tuttugu prósent“, segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að horfur á auknum útflutningi gefi möguleika til aukinnar framleiðslu. Sindri segir bændur hins vegar leggja höfuðáherslu á að auka sjálfbærni í framleiðslunni, komi til aukningar. „Menn ætla ekkert að fara að ganga á landið. Við höfum snúið við þeirri þróun að gróðurþekjan eyðist og hún er nú í fyrsta sinn farin að stækka. Við viljum aldrei fá það í sama farið, þó svo að við kennum vitanlega ekki sauðkindinni um þetta allt saman“, segir hann.

 

Samkvæmt upplýsingum sem Landssamtök sauðfjárbænda hafa frá sláturhúsum voru í fyrra framleidd 9.166 tonn af kindakjöti hér á landi, en þar af var langmestur hlutinn eða 8.277 tonn lambakjöt. Í fyrra voru flutt út 3.571 tonn eða rétt innan við 40 prósent af heildinni.

 

Sindri segir bændur mjög víða eiga byggingar sem nýta megi til framleiðsluaukningar. „Við höfum því hvatt menn til að auka framleiðsluna með ábyrgum hætti, nýta betur stofninn sem fyrir er og svo að skoða möguleika á að fjölga fénu og nýta byggingar sem eru á lausu eða eru í næsta nágrenni. Við erum ekki að hvetja til þess að menn fari að byggja fjárhús. Það teljum við ekki raunhæft.“

 

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31