Tenglar

12. mars 2011 |

Lambakóngurinn á Stað í Reykhólasveit

Systurnar Aníta Hanna og Védís Fríða með lambakónginn á Stað.
Systurnar Aníta Hanna og Védís Fríða með lambakónginn á Stað.
1 af 3
Víðar en í Bæ í Trékyllisvík leit fyrsta lamb ársins dagsins ljós í fyrradag. Það sama gerðist líka á Stað á Reykjanesi, þar sem lambakóngurinn hefur þegar hlotið nafnið Bjartur. Rétt eins og í Bæ láta heimasæturnar tvær á Stað vel að litlu lömbunum enda víst ekki óvanar slíku. Og rétt eins og í Bæ ber önnur systranna nafnið Aníta.

 

Á myndunum eru systurnar Védís Fríða (átta ára) og Aníta Hanna (sex ára) með Bjart. Þær eru dætur Rebekku Eiríksdóttur og Kristjáns Þórs Ebeneserssonar á Stað.

 

Fyrir stuttu hlaut félagsbúið á Stað viðurkenningu fyrir úrvalsgóða hrúta. Hver veit nema Bjartur komist í þann heiðursflokk í fyllingu tímans?

 

Athugasemdir

Harpa Eiríksdóttir, laugardagur 12 mars kl: 19:56

Alltaf gaman að lesa fréttir af sauðburð, getur verið að þessar kindur séu með einhver bresk gen þar sem sauðburður fer að skella á hér á Bretlandi núna.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30