Tenglar

26. júní 2011 |

Lambhrútur kemur með sumarið í síðdegiskaffi

Loksins komið sumar? Á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum var í dag sitthvað sem benti til þess. Lambhrúturinn Birkir - sem kominn er með myndarlega hnýfla - leit í heimsókn í síðdegiskaffi í glaðasólskini og þrettán stiga hita. Slíkur hiti mun ekki hafa mælst á Reykhólum fyrr á þessu ári. Í för með hrútnum státna var Indiana Ólafsdóttir. Heimilisfólk og starfsfólk skiptist á að taka Birki í fangið en hann lét sér vel líka og nartaði í nef og gleraugu og hálsakot og raunar allt sem til náðist. Varla hefur þetta verið í fyrsta sinn á lífsleiðinni sem Lilja á Grund hefur látið vel að lambi!

 
Stækkið myndina með því að smella á hana.
 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30