Tenglar

17. júlí 2012 |

Lán eða stuldur á fjárgrindum?

Fjárbændur í Reykhólahreppi keyptu í sameiningu tólf fjárgrindur til að nota við fjárrekstur uppi á heiðum. Grindurnar voru geymdar í Þorskafjarðarrétt. Nú hefur komið í ljós að einhver eða einhverjir hafa tekið allar nema tvær. Vel má vera að þær hafi verið fengnar að láni en láðst hafi að nefna það. Meðan annað kemur ekki í ljós verður litið svo á, að sú hafi verið raunin, en ekki að grindunum hafi verið stolið.

 

Nú er eindregið óskað eftir því að grindunum verði skilað óskemmdum á sinn stað nú þegar og helst að láta vita, enda líður að hausti og bændur farnir að undirbúa réttir. Að öðrum kosti er beðið um upplýsingar sem gætu leitt til þess að grindurnar fyndust eða leitt yrði í ljós hver eða hverjir hafi tekið þær. Hafa má samband við skrifstofu Reykhólahrepps hvað þetta varðar.

 

Grindurnar eru ómálaðar, nákvæmlega 1x3,66 m á stærð hver um sig. Þær þekkjast á því að búið er að lagfæra þær með því að sjóða í þær.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31