Tenglar

27. febrúar 2016 |

Landbúnaðar- og matarhátíð í Hörpu

Blásið er til landbúnaðar- og matarhátíðar í tónlistarhúsinu Hörpu við Reykjavíkurhöfn á milli klukkan 11 og 17 á morgun, sunnudag. Búnaðarþing verður sett við hátíðlega athöfn í salnum Silfurbergi kl. 12.30 en allan daginn verður nóg við að vera í Hörpunni.

 

Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands setur þingið og Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra ávarpar gesti. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona og bóndi á Mýrum stýrir athöfninni en ýmsir listamenn koma fram. Hvatningarverðlaun Bændasamtaka Íslands verða veitt í fyrsta sinn og landbúnaðarverðlaunin verða á sínum stað.

 

Bæði fyrir og eftir setningarathöfn Búnaðarþings gefst gestum kostur á að kynna sér úrval íslenskra búvara hjá nokkrum úrvinnslufyrirtækjum bænda, skoða búvélar og virða fyrir sér mannlífið í Hörpu. Fyrir utan tónlistarhúsið verður grillvagn sauðfjárbænda og hamborgarabíllinn Tuddinn ásamt dráttarvélum og öðrum tækjabúnaði sem bændur nota í sínum störfum.

 

Allir eru velkomnir á landbúnaðar- og matarhátíðina í Hörpu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31