Tenglar

1. desember 2015 |

Landbúnaður: Áhyggjur af offramleiðslu og verðfalli

Samninganefnd bænda er þessa dagana að fara yfir athugasemdir sem fram hafa komið við drög að nýjum búvörusamningi. Sérstaklega er verið að athuga hvort hægt sé að bregðast við ótta sumra bænda við að afnám kvótakerfis leiði til offramleiðslu og verðfalls, sérstaklega í mjólkurframleiðslunni.

 

Þetta kemur fram í úttekt Helga Bjarnasonar í Morgunblaðinu í dag. Þar segir einnig m.a.:

 

Samninganefnd bænda í viðræðunum við ríkið um nýjan búvörusamning boðaði til fjögurra almennra bændafunda til að kynna stöðuna í viðræðunum. Fram komu hugmyndir samningsaðila um að hætta framleiðslustýringu í mjólkur- og kindakjötsframleiðslu á samningstíma nýs samnings, sem á að verða 10 ár, og breyta stuðningi ríkisins í afurða- og gripagreiðslur.

 

Ekki einhliða breyting

 

Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að öflug og málefnaleg umræða hafi farið fram á fundunum og þeir verið gagnlegir fyrir samninganefndina. Hann segir að fram hafi komið áhyggjur af afnámi framleiðslustýringar og offramleiðslu og verðfalli í kjölfarið. Það eigi meira við mjólkurframleiðsluna en einnig við sauðfjárræktina að einhverju leyti. Athugasemdir hafi verið gerðar við fleiri atriði.

 

Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, segir að áhyggjur bænda vegna þessara atriða hafi verið greinilegar. Við því þurfi að bregðast, til að koma í veg fyrir tekjuhrun hjá bændum. Sigurður tekur fram að í þeim hugmyndum sem kynntar voru hafi falist sameiginleg áhersla samningsaðila svo samninganefnd bænda hafi það ekki í hendi sér að breyta einhliða um kúrs. Eigi að síður þurfi að fara yfir málin og athuga hvað hægt sé að gera.

 

Sjá einnig: Mjólkin flýtur úr keröldunum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31