Landsbankanum í Króksfjarðarnesi lokað
Afgreiðslu Landsbankans í Króksfjarðarnesi verður lokað núna um mánaðamótin en „stefnt að áframhaldandi þjónustuheimsóknum á Reykhóla“. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans í dag. Alls verður starfsemin í sjö afgreiðslum og útibúum á landsbyggðinni lögð niður, þar af á fjórum stöðum á Vestfjörðum og einum á Vesturlandi.
Eftir lokunina í Króksfjarðarnesi verður styst fyrir Reykhólabúa að fara til Hvammstanga til að komast í útibú Landsbankans (um Laxárdalsheiði).
Tilkynning Landsbankans í heild
Gústaf Jökull, fimmtudagur 24 ma kl: 21:11
Það ríður ekki viðeinteyming andskotans hagræðingin.
Kom upp í hugann þegar ég fékk þessar fréttir þegar sveitarstjórnar menn á Vestfjörðum sátum fund með ríkisstjórn Geirs Haarde hér um árið og spurt var hvort vilji væri fyrir því að leifa landsbyggðinni að lifa og svarið var að sjálfsögðu.
þá var nýbúið að samþykkja bæði raforkulögin og lögin um olíugjaldið þessar lagasetningar voru settar til höfuð landsbyggðinni það vita allir sem vilja vita.
Það er nú samt þannig að alltaf er verið að reita af okkur sem þar erum.
Það að erfiðast sé að eiga við ríkið og fyrirtæki þess segir okkur að landsbyggðin sé þeim þyrnir í augum
SKAMMIST YKKAR SEM ÞESSU STJÓRNIÐ.
Gústaf Jökull