Tenglar

24. maí 2012 |

Landsbankanum í Króksfjarðarnesi lokað

Afgreiðslu Landsbankans í Króksfjarðarnesi verður lokað núna um mánaðamótin en „stefnt að áframhaldandi þjónustuheimsóknum á Reykhóla“. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans í dag. Alls verður starfsemin í sjö afgreiðslum og útibúum á landsbyggðinni lögð niður, þar af á fjórum stöðum á Vestfjörðum og einum á Vesturlandi.

 

Eftir lokunina í Króksfjarðarnesi verður styst fyrir Reykhólabúa að fara til Hvammstanga til að komast í útibú Landsbankans (um Laxárdalsheiði).

 

Tilkynning Landsbankans í heild

 

Athugasemdir

Gústaf Jökull, fimmtudagur 24 ma kl: 21:11

Það ríður ekki viðeinteyming andskotans hagræðingin.
Kom upp í hugann þegar ég fékk þessar fréttir þegar sveitarstjórnar menn á Vestfjörðum sátum fund með ríkisstjórn Geirs Haarde hér um árið og spurt var hvort vilji væri fyrir því að leifa landsbyggðinni að lifa og svarið var að sjálfsögðu.
þá var nýbúið að samþykkja bæði raforkulögin og lögin um olíugjaldið þessar lagasetningar voru settar til höfuð landsbyggðinni það vita allir sem vilja vita.
Það er nú samt þannig að alltaf er verið að reita af okkur sem þar erum.
Það að erfiðast sé að eiga við ríkið og fyrirtæki þess segir okkur að landsbyggðin sé þeim þyrnir í augum
SKAMMIST YKKAR SEM ÞESSU STJÓRNIÐ.


Gústaf Jökull

Hjalti, fimmtudagur 24 ma kl: 22:31

Það er eðlilegt að það þurfi að skera niður hérna á landsbyggðini þar sem hagnaður Landsbankans var ekki nema 7.7miljarðar á fyrsta fjórðungi þessa árs.Þá er um að gera að loka útibúum úti á landi þetta er ekkert nema fyrirhöfn.

Eyvindur, fstudagur 25 ma kl: 07:41

Svona , svona við sýnum þessu fullan skilning svo að Landsbankastjórinn fyrir sunnan geti þrýst mánaðarlaununum sínum upp í 5 millur til jafns á við hina, hann er nánast á örorkubótum blessaður maðurinn.

Dalli, fstudagur 25 ma kl: 22:13

Þetta er bara ein af mörgum árásum á landsbyggðina. Allir eru tilbúnir að skammast yfir því og það með réttu. Mig svíður sárar áhugaleysi sveitunga minna, fyrir uppbyggingu og framförum í hreppnum.

Margrét Guðlaugsdóttir, laugardagur 26 ma kl: 10:19

Hvernig væri það nú að sveitarstjórinn okkar Inga Birna, færi frammá það við Landsbankann að opnaður yrði hraðbanki á Reykhólum. Allt tal um það að ekki sé til húsnæði undir hann er tómt bull, vil ég t.d. benda á anddyrið í Barmahlíð, og jafnvel fleyri staðir gætu komið til greina.

Ingi B Jónasson, laugardagur 26 ma kl: 14:33

hvernig væri að semja við næsta sparisjóð sem ekki er í eigu bankanna um hraðbanka og að hafa starfsmann í tvo daga í viku til að sinna þeim málum sem ekki er hægt að gera í heimabanka .síðan ætti landsbyggðin að stofna stjárnmálaafl sem starfaði af heilhug fyrir byggðir landsins ,sjáið hvað er verið að gera með frumvarp um Vaðlaheiðargöng ,Reykjavíkursvæðið með flesta þingmenn á sínum snærum og með dyggum stuðningi Ólínu Þorvarðardóttir.sama verður um Dýrafjarðargöng þau fá engann forgang því elítan hér fyrir sunnan ræður flestu

Guðlaug GIB, laugardagur 26 ma kl: 23:24

Landsbankinn - banki allra landsmanna (sem búa á suðvesturhorninu)

Þorgeir samúelsson, sunnudagur 27 ma kl: 12:48

Það þarf engum að koma þetta á óvart...þetta er all þaulskypulagt plott...sem á sér rætur hjá Birni Val og hans hyski sem er að reyna að troða okkur inn í andfúllt gin á Evrópusambandinu....þannig vinna menn eins og hann og hommatitturinn sem er að leysa af illa settan forsætisráðherra....Vestfirðir eru þyrnir í augum þessa fólks....vegna þess að þangað þarf að leggja akfæra vegi samkvæmt evrópu stöðlum...það passar ekki inn í myndina þeirra...hér skal bara vera nokkuð greið leið fyrir ferfættar tófur...tófur þurfa ekki bankastofnanir eða stjórnsýslu....heldur bara Tófusetur...Það er fyrir löngu búið að ákveða hverju skuli fórna á altarinu...nægir þar að nefna inngrip alþingis í loforð um jarðgangnagerð á Vestfjörðum....sem er nú búið að færa til Eyjafjarðar...er þetta ekki skýr skilaboð um hvað koma skal? Evrópu haukarnir sögu Össurri þegar rann af honum að það kæmi ekki til álita að halda úti byggð á þessu Ná-horni landsins... hann slyldi hunskast heim og kippa þessu í liðin...loka öllu sem hægt væri að loka...byrja á bönkum og strika svo yfir.... að þetta Vestfjarða horn teldist arðbært til búsetu....mundu það Össur...það kostar Evrópu margar miljónir á ári að halda þessu landsvæði í byggð....Utanríkisráðherran er komin heim í bili...er í sömu köldu sturtunni ....sem hann þóttist vera í þegar bankarnir hrundu og allir báðu Guð að blessa Ísland....hann vissi ekki og hafði ekki frétt.....Nei nú er komið að ögurstund kæru Vestfirðingar...nú duga engin vettlingatök á vanvitu stjórnarheimili...sendum misvitra stjórnmálamenn Norð-Vestur kjördæmis heim til sín....fynnum okkur nýja fulltrúa sem tala okkar máli...bæði til alþingis og sveitastjórnar....að liggja framm á lappir sýnar þjónar ekki hagsmunum neinna

Stefán Gróustöðum, sunnudagur 27 ma kl: 22:37

Og í hvaða Banka,Sparisjóð,eða hvað þetta heitir nú ( Lögvendaðar GLÆPASTOFNANIR samheiti yfir fjármálafyrirtæki ) á að færa viðskipin ,eða kanski tekur því ekki þetta verður sameinað í nafni hagræðingar

PS eigum við að grafa Vestfirðina frá og sleppa við ESB

Sig.Torfi, rijudagur 29 ma kl: 01:07

http://www.spar.is/spstr-strandamenn

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30