Tenglar

4. júní 2012 |

Landsbankinn: Búnaði komið upp á Reykhólum

Reykhólahreppur verður ekki alveg bankalaus þrátt fyrir lokun útibúsins í Króksfjarðarnesi. Núna er unnið að því að koma fyrir búnaði á Reykhólum þar sem Sóley Vilhjálmsdóttir verður með opið á miðvikudögum, fyrst um sinn að minnsta kosti. Hún mun koma í Barmahlíð fyrir hádegi en síðan verður hún með opið kl. 13-16 í aðstöðu sem bankinn hefur fengið í húsakynnum Reykhólahrepps við Maríutröð. Séð verður til þegar kemur fram á haustið hvernig þessi tími reynist og hvort einhver annar dagur væri heppilegri.

 

Ekki er víst að allur búnaður verði kominn í afgreiðslu bankans á Reykhólum núna á miðvikudag.

 

Síminn verður eftir sem áður 410 4158 og netfang Sóleyjar verður eins og áður Soley.Vilhjalmsdottir@landsbankinn.is. Síðan er hægt að hringja í Landsbankann á Patreksfirði. „Þar verður fyrirspurnum svarað alveg á sama hátt og við höfum gert hér gegnum síma fram að þessu,“ segir Sóley.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31