7. mars 2013 | vefstjori@reykholar.is
Landsbankinn verður á Reykhólum eftir helgi
Eins og hér kom fram í fyrradag var óvíst um afgreiðslu Landsbankans á Reykhólum í þessari viku sakir veðurs og færðar. Nú liggur fyrir að það verður ekki fyrr en eftir helgi. Tímabundið um þessar mundir þarf starfsmaður að koma frá Patreksfirði til að annast þessa þjónustu, en vegalengdin fram og til baka er um 400 kílómetrar. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir, að vonandi verði opið á Reykhólum á þriðjudag eða miðvikudag. Nánar verður greint frá því hér á Reykhólavefnum á mánudagsmorgun.
Starfsfólk Landsbankans á Patreksfirði hvetur fólk til að hringja í síma 410 9146 og fá þá aðstoð og þjónustu sem þannig er hægt að veita.