Tenglar

23. september 2015 |

Landsbyggðargleraugun og þjóðarkakan

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Fjárlögin liggja nú fyrir, fyrsta umræða hefur farið fram og frumvarpið komið til fjárlaganefndar. Nú þegar afrakstur erfiðra aðgerða sem gerðar voru vegna efnahagshrunsins er að skila ríkissjóði góðum tekjuafgangi mætti ætla að fjárlögin bæru þess vitni og veruleg innspýting væri í málaflokka sem höfðu tekið á sig skerðingar og nú væri komið að því að setja verulega fjármuni í innviðauppbyggingu samfélagsins.

 

Nei, því er nú ekki fyrir að fara heldur eru málaflokkar eins og samgöngumál svelt, fjarskiptaáætlun og fyrirætlanir um ljósleiðaratengingu til dreifðra byggða vanfjármögnuð, framhaldsskólarnir skornir niður í nemendaígildum, skorið er niður til byggða og sóknaráætlana og stuðningur til brothættra byggða felldur niður.

 

Þessar áherslur bera þess ekki merki að hagsmunir landsbyggðarinnar séu ofarlega á blaði hjá þessari ríkisstjórn.

 

Þannig hefst grein sem Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður og oddviti Vinstri grænna í NV-kjördæmi sendi vefnum til birtingar undir ofanritaðri fyrirsögn. Einnig segir hún þar meðal annars:

 

Ríkisstjórnin gefur á garðinn áfram til þeirra efnameiri og lækkar á þá skatta eins og enginn sé morgundagurinn. Hverjir eiga að standa undir velferðarkerfinu og skuldbindingum inn í framtíðina ef okkar kynslóð ætlar ekki að leggja sitt af mörkum miðað við efni og aðstæður? Verið er að leggja af þrepaskipta skattakerfið sem er miklu sanngjarnara gagnvart þeim tekjuminni, eflaust hefði mátt endurskoða prósentutöluna og bilið á milli þrepa en fækkun þrepa þýðir bara eitt, þ.e. lægri skatta á þá efnameiri.

 

Grein Lilju Rafneyjar má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31