Tenglar

24. ágúst 2009 |

Landsbyggðin lifi heldur aðalfund á Hólmavík

Aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi (LBL) verður á Galdrasetrinu á Hólmavík sunnudaginn 30. ágúst og hefst kl. 11 árdegis. Aðildarfélag samtakanna, Reisn í Reykhólahreppi, hvetur fólk til að sækja fundinn og nota tækifærið þegar svona stutt er að fara þetta árið. Fyrir utan venjuleg aðalfundarstörf verður meðal annars Einar Vilhjálmsson markaðsstjóri hjá Metan ehf. með fróðleik um notkun metans sem orkugjafa. Hringferð Einars og Ómars Ragnarssonar kringum landið á metanknúnum bíl fyrir fáum vikum vakti mikla athygli. Á fundinum verður einnig menningarfulltrúi Vestfjarða, Jón Jónsson á Kirkjubóli á Ströndum, til skrafs og ráðagerða við fundargesti.

 

Fundurinn er öllum opinn, hvort sem þeir eru í samtökunum með beinum eða óbeinum hætti eða ekki.

 

Samtökin Landsbyggðin lifi voru stofnuð fyrir átta árum. „Markmið samtakanna er að vera samstarfsvettvangur fyrir félög, áhugamannahópa og einstaklinga sem hafa það að markmiði að styrkja sína heimabyggð", segir í lögum samtakanna. Kjörorð þeirra er Betri byggð um land allt.

 

Í Reykhólahreppi starfar félagið Reisn sem á aðild að samtökunum. Guðjón Dalkvist Gunnarsson á Reykhólum hefur um árabil átt sæti í stjórn LBL. Formaður er Þórarinn Lárusson ráðunautur á Egilsstöðum. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er verndari samtakanna.

 

Guðjón Dalkvist hvetur fólk í Reykhólahreppi til þess að hafa samband og ganga í Reisn.

 

> Samtökin Landsbyggðin lifi

> Félagið Reisn í Reykhólahreppi

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30