Tenglar

18. febrúar 2016 |

Landsmenn klæðist rauðu

Landspítalinn rauðlýstur í tilefni Go Red. Ljósm. Morgunblaðið/Golli.
Landspítalinn rauðlýstur í tilefni Go Red. Ljósm. Morgunblaðið/Golli.

„Við vonumst eftir því að sem flestir láti sjá sig í rauðu á vinnustöðum og hvar sem er á morgun,“ segir Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, sérfræðingur í hjartasjúkdómum og formaður Go Red á Íslandi. Á morgun, föstudag, verður „Klæðumst rauðu dagurinn“ haldinn hátíðlegur, þar sem landsmenn eru hvattir til að klæðast rauðum fatnaði til að sýna stuðning við alheimsátakið Go Red.

 

„Markmið Go Red átaksins er að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og ýta undir rannsóknir á þessum sjúkdómum hjá konum, sem eru ein algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Konur eru almennt ekki meðvitaðar um þá staðreynd og hafa rannsóknir í Bandaríkjunum sýnt fram á það,“ segir Þórdís.

 

Átakið er á vegum World Heart Federation og hófst á Íslandi árið 2009. Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og hjartadeild Landspítalans taka þátt í átakinu, sem ætlað er að vekja athygli á þeirri staðreynd, að hjarta- og æðasjúkdómar eru enn algengasta dánarorsök kvenna.

 

Go Red átakið stendur í viku í senn. Núna hófst það á Valentínusardag og því lýkur á sunnudag, sjálfan konudaginn.

 

Landsmenn klæðist rauðu á morgun

Ég skulda Landspítalanum og Go Red fyrir nýtt líf

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31