20. mars 2017 | Sveinn Ragnarsson
Landsmönnum fjölgar um 1,8%
Tölur um mannfjölda 1. janúar 2017 voru birtar á vef Hagstofu Íslands núna í morgun.
Hinn 1. janúar 2017 voru landsmenn 338.349 og hafði þá fjölgað um 5.820 frá sama tíma árið áður eða 1,8%. Konum og körlum fjölgaði nokkuð jafnt en karlar eru eigi að síður 3.717 fleiri en konur.
Í Reykhólahreppi fjölgaði um 15 manns milli ára, 10 karla og 5 konur.
Á Reykhólum fjölgaði um tvær hræður (tvo karla) milli ára.
Lesa alla fréttina á vef Hagstofunnar