Tenglar

26. nóvember 2010 |

Landsmót og hönnunarkeppni Samfés – Stíll 2010

Nemendur í unglingadeild Reykhólaskóla hafa tekið virkan þátt í starfi Samfés í haust, en Samfés stendur fyrir Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi. Helgina 1.-3. október fóru þrír af fimm nemendum unglingadeildar á Reykhólum á Landsmót Samfés sem að þessu sinni var haldið í Garðaskóla í Garðabæ. Áslaug B. Guttormsdóttir, Harpa Harðardóttir og Elísabet Valdimarsdóttir voru starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar Skrefsins á Reykhólum. Á Landsmótum Samfés, sem haldin hafa verið víða um land, hittast nemendur úr öllum félagsmiðstöðvum á landinu og eyða saman heilli helgi við leik og störf. Vinnan samanstendur af margs konar afþreyingu, starfi í tengslum við kosningar, vinnu í smiðjum og lokaballi.

 

Þá var hönnunarkeppni Samfés haldin í Vetrargarði Smáralindarinnar um síðustu helgi og þar mættu stelpurnar í unglingadeild Reykhólaskóla með hönnun sína, glæsilegan kjól sem þær teiknuðu og saumuðu sjálfar. Aldís Eir Sveinsdóttir í 10. bekk, Eydís Sunna Harðardóttir í 9. bekk og Elínborg Egilsdóttir í 8. bekk hönnuðu kjólinn en Fanney Sif Torfadóttir í 7. bekk var ljósmyndari og hinum til stuðnings. Eydís var sýningarmódel hópsins í Vetrargarðinum en Aldís og Elínborg sáu um greiðslu og förðun.

 

Stelpurnar stóðu sig mjög vel í alla staði og við getum verið stolt af hönnun þeirra og frammistöðu. Þátttakendur voru margir en alls kepptu 63 félagsmiðstöðvar um verðlaunin í Stíl 2010.

 

Fjóla Benediktsdóttir og Áslaug B. Guttormsdóttir voru með hópnum allan tímann og var Fjóla starfsmaður hópsins.

 

- Fréttina skrifar Áslaug B. Guttormsdóttir en myndirnar tók Fjóla Benediktsdóttir.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31