Tenglar

18. mars 2013 | vefstjori@reykholar.is

Landstólpinn – auglýst eftir tilnefningum

Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, er árleg viðurkenning sem stofnunin veitir og var það gert í fyrsta sinn fyrir tveimur árum. Þá hlaut Jón Jónsson þjóðfræðingur á Ströndum þessa viðurkenningu en á síðasta ári Örlygur Kristfinnsson, forstöðumaður Síldarminjasafnsins á Siglufirði.

 

Landstólpann má veita einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélagi. Það gæti t.d. verið eitthvert tiltekið verkefni eða starfsemi, umfjöllun eða annað, og gæti bæði hafa vakið athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags.

 

Það er von okkar að viðurkenning sem þessi gefi jákvæða mynd af landsbyggðinni og af starfi stofnunarinnar. Viðurkenningin er hvatning og eins konar bjartsýnisverðlaun, því að hugmyndin að baki er að efla skapandi hugsun og bjartsýni, segir í tilkynningu. Þar segir einnig:

 

Hér með er lýst eftir ábendingum um handhafa Landstólpans 2013. Dómnefnd velur síðan úr þeim tillögum sem berast.

 

Hafa má í huga við ábendinguna hvort viðkomandi hafi:

  • Gefið jákvæða mynd af landsbyggðinni eða viðkomandi svæði.
  • Aukið virkni íbúa eða fengið þá til beinnar þátttöku í verkefninu.
  • Orðið til þess að fleiri verkefni / ný starfsemi verði til.
  • Dregið að gesti með verkefni eða umfjöllun sinni.

 

Ekki er nauðsynlegt að öllum þessum atriðum sé fylgt, heldur séu þau höfð til hliðsjónar.

 

Viðurkenningunni fylgir skjal og listmunur hannaður af lista- eða handverksfólki á því svæði þar sem ársfundur Byggðastofnunar er haldinn hverju sinni.

 

Það er von okkar að sem flestir taki þátt í valinu með því að senda okkur ábendingar fyrir miðvikudaginn 20. mars í netfangið sigga@byggdastofnun.is.

 

Nánari upplýsingar gefur Sigríður K. Þorgrímsdóttir í síma 455 5400.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31