Tenglar

28. mars 2016 |

Langþráðar byltingar boðaðar á Vestfjörðum

Staðan í vegamálum Vestfirðinga er raunar svo furðuleg, að núna um páskana er lengra fyrir Bílddælinga að aka frá sunnanverðum Vestfjörðum og vestur á Ísafjörð á hátíðina Aldrei fór ég suður heldur en fyrir Reykvíkinga að aka alla leiðina vestur. Ástæðan er þetta náttúrulega járntjald um miðhluta Vestfjarða sem núna á loksins að fara að rjúfa með Dýrafjarðargöngum, sem á að bjóða út fyrir áramót, og samhliða með því að byggja upp heilsársveg um Dynjandisheiði.

 

Og það er önnur langþráð bylting boðuð á Vestfjörðum, leiðin um Gufudalssveit, sem á líka að bjóða út fyrir áramót.

 

Þetta sagði Kristján Már Unnarsson fréttamaður meðal annars í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Upphaf fréttarinnar var svohljóðandi:

 

Mesta áherslan í vegagerð næstu þrjú ár verður á Vestfirði, samkvæmt samgönguáætlun 2015-2018, sem innanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Suðausturland fær einnig umtalsverðar vegarbætur en nýr Dettifossvegur var hins vegar skorinn niður.

 

Hér má sjá og heyra fréttina þar sem Kristján Már fjallar um „vegina sem fá mestu peningana“.

 

Stórsókn framundan í vestfirskum vegamálum

 

Dráttur á afgreiðslu samgönguáætlana síðustu árin

 

„Dýrasta brekka á landinu“

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31