Tenglar

7. janúar 2016 |

Langvinnt baráttumál komið í höfn

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.

Nú má því segja að miklu réttlætismáli hafi verið róið í höfn. Ánægjulegt er að vita til þess að um þessi mál ríkti í rauninni ótrúlega mikil pólitísk samstaða þegar til stykkisins kom. Umræða síðustu ára skilaði því að flestir sáu að við svo búið mátti ekki lengur standa. Og undir lokin stóð ágreiningurinn fremur um fjármögnun þessarar aðgerðar en um það grundvallaratriði að jafna húshitunarkostnaðinn. Það er í sjálfu sér líka árangur.

 

Þetta meðal annars segir Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis og þingmaður Norðvesturkjördæmis, í grein sem hann sendi vefnum til birtingar undir ofanritaðri fyrirsögn. Nokkrar fleiri glefsur úr greininni: 

  • Baráttan fyrir lægri húshitunarkostnaði hefur staðið lengi. Núna getum við fagnað því að mikilvægum áfanga er náð. Með lögum sem tóku gildi nú um áramótin og lögum sem lúta að jöfnuði í orkukostnaði dreifbýlis og þéttbýlis eru stigin stærri og varanlegri skref í þessum efnum en við höfum lengi séð. Þessi lagasetning tryggir tvennt: Annars vegar er komið á jöfnun í orkukostnaði dreifbýlis og þéttbýlis. Hins vegar lækkar orkukostnaður á köldum svæðum mjög verulega og með varanlegum hætti, þar sem kostnaður við flutning og dreifingu orku leggst ekki lengur á notendurna heldur er hann greiddur af samfélaginu í heild. Þarna má segja að við höfum náð lyktum í gömlu og brýnu réttlætismáli.
  • Á ýmsu hefur gengið í gegnum tíðina í þessum málum. Stundum hefur okkur tekist að knýja fram aukið fjármagn til þess að létta byrðarnar af húshitunarkostnaði á svokölluðum köldum svæðum; þ.e. þeim svæðum sem búa við rafhitun en hafa ekki getað notið jarðvarma til húshitunar. Þegar þrengst hefur um í ríkisbúskapnum hefur hins vegar oftar en ekki slegið í bakseglin.
  • Höfum í huga að einvörðungu 10% landsmanna nýta rafmagn til húshitunar og hafa því búið við sligandi húshitunarkostnað. Átak hefur verið gert til þess að leita að jarðhita og hvatar hafa verið byggðir inn í kerfið til þess að stuðla að aukinni jarðhitanotkunar til húshitunar. Þetta hefur skilað árvissum árangri og því hefur þeim smám saman fækkað sem hafa þurft að nýta raforkuna til að hita hús sín.Þegar málin eru skoðuð, þá blasir við að húshitunarkostnaðurinn hefur verið langmestur í dreifbýlinu í landinu.
  • Það var því viðblasandi að sanngjarnast var að ráðast fyrst á það óréttlæti sem gilti gagnvart dreifbýlinu, og sem betur fer varð það niðurstaðan. Á þessu kjörtímabili hafa verið samþykkt tvenn lög sem taka á því hróplega óréttlæti sem hefur ríkt varðandi húshitunarkostnaðinn á svæðum sem búa við rafhitun.

 

Grein Einars Kristins má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni til vinstri.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30