28. júlí 2016 |
Lárétt rigning í boði Slökkviliðs Reykhólahrepps
Ekki var að sjá að keppendum ungum sem eldri eða áhorfendum leiddist neitt þegar þaraboltinn var háður á Reykhóladögum. Þó að knattleikur á blautum flughálum þara megi kallast þjóðaríþrótt Reykhólahrepps voru bolir og treyjur keppenda af margvíslegu tagi, meðal annars landsliðstreyjur fleiri en einnar þjóðar. Einn keppandi var í bol með með mynd af Bernie Sanders (reyndar enginn með Hillary eða Trump). Að þessu sinni var rigningin lárétt og kom ekki af himnum ofan líkt og almennt gerist. Það á sínar skýringar eins og hér má sjá.
En hvaða lið sigraði? Af svipnum á keppendum mætti helst ætla að allir hafi sigrað.
Myndirnar tók Ólafía Sigurvinsdóttir.