Tenglar

28. júlí 2016 |

Lárétt rigning í boði Slökkviliðs Reykhólahrepps

Bernie Sanders átti sinn fulltrúa í þaraboltanum á Reykhóladögum 2016.
Bernie Sanders átti sinn fulltrúa í þaraboltanum á Reykhóladögum 2016.
1 af 48

Ekki var að sjá að keppendum ungum sem eldri eða áhorfendum leiddist neitt þegar þaraboltinn var háður á Reykhóladögum. Þó að knattleikur á blautum flughálum þara megi kallast þjóðaríþrótt Reykhólahrepps voru bolir og treyjur keppenda af margvíslegu tagi, meðal annars landsliðstreyjur fleiri en einnar þjóðar. Einn keppandi var í bol með með mynd af Bernie Sanders (reyndar enginn með Hillary eða Trump). Að þessu sinni var rigningin lárétt og kom ekki af himnum ofan líkt og almennt gerist. Það á sínar skýringar eins og hér má sjá.

 

En hvaða lið sigraði? Af svipnum á keppendum mætti helst ætla að allir hafi sigrað.

 

Myndirnar tók Ólafía Sigurvinsdóttir.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30