Tenglar

8. júní 2014 | vefstjori@reykholar.is

Latínstórsveit Tómasar R. í Dalabúð

Núna á miðvikudagskvöldið 11. júní verða haldnir tónleikar í Dalabúð í Búðardal þar sem margir helstu latín- og djasstónlistarmenn landsins koma fram. Hljómsveitina skipa auk bassaleikarans Tómasar söngvararnir Sigríður Thorlacius og Bógómíl Font, Kjartan Hákonarson trompet, Óskar Guðjónsson saxófón, Samúel Jón Samúelsson básúnu, Ómar Guðjónsson gítar, Davíð Þór Jónsson píanó, Matthías MD Hemstock trommur og Sigtryggur Baldursson kóngatrommur.

 

Boðið verður upp á danskennslu í hléi og verður hún í umsjá Jóhannesar Agnars Kristinssonar og félaga hans í Salsamafíunni.

 

Um þessar mundir er verið að vinna að heimildamynd um Dalamanninn og bassaleikarann Tómas R. og tengjast tónleikarnir því verkefni. Það eru menningarfélagið Þaulsetur sf. í Dölum og kvikmyndafélagið Latínvíkingurinn sem skipuleggja viðburðinn.

 

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30