Tenglar

18. október 2009 |

Laug Guðrúnar Ósvífursdóttur opnuð um næstu helgi

Guðrúnarlaug hin nýja í Sælingsdal. Mynd: Vefur Dalabyggðar.
Guðrúnarlaug hin nýja í Sælingsdal. Mynd: Vefur Dalabyggðar.
Guðrúnarlaug að Laugum í Sælingsdal í Dalasýslu, sem um er getið í Laxdæla sögu, hefur verið hlaðin upp á nýjan leik og verður framvegis opin almenningi. Hún verður vígð fyrsta vetrardag, laugardaginn (nema hvað?) 24. október kl. 12 á hádegi. Laugin hefur verið lokuð í 140 ár eftir að hún varð undir skriðu. Hún er kennd við Guðrúnu Ósvífursdóttur, eina af helstu persónum Laxdæla sögu. Guðrún, Bolli Þorleiksson og Kjartan Ólafsson eru þekktasti ástarþríhyrningur íslenskra bókmennta. Dalabyggð hefur nú látið endurhlaða þessa ríflega þúsund ára gömlu laug rétt þar hjá sem hún var upphaflega. Laugin verður opin almenningi um næstu helgi eftir að hafa verið lokuð í bráðum hálfa aðra öld.

 

Í Guðrúnarlaug rennur nú vatn úr sömu uppsprettu og í hina upprunalegu laug. Verið er að ljúka við að hlaða lítið hús þar sem gestir geta afklæðst áður en þeir bregða sér í laugina.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30