26. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is
Laus staða aðstoðarmatráðs á Reykhólum
Aðstoðarmatráður starfar í eldhúsi við matargerð og þrif og vinnur sjálfstætt eftir fyrirmælum matráðs við bakstur og matargerð. Reynsla og þekking á eldhússtörfum og matreiðslu eru skilyrði. Starfshlutfall er um 80%. Unnið er aðra hverja helgi.
Ráðið verður í starfið frá 1. ágúst eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí. Hægt er að nálgast umsóknareyðublað á vef sveitarfélagsins. Upplýsingar gefur matráður, Ingvar Samúelsson, í síma 898 7783.
Umsóknir sendist í netfangið sveitarstjori@reykholar.is eða á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5, 380 Reykhólahreppi.