20. júlí 2012 |
Laus staða leikskólakennara við Reykhólaskóla
Reykhólaskóli leitar að leikskólakennara í 100% starfshlutfall. Reykhólaskóli er nýsameinaður leik- og grunnskóli með um 18 nemendur á leikskólastigi og um 35 nemendur á grunnskólastigi.
Menntunarkröfur:
- Réttindi til að nota starfsheitið leikskólakennari.
Hæfniskröfur:
- Frumkvæði og samstarfsvilji.
- Sveigjanleiki og víðsýni.
- Áhugi á starfsþróun.
- Lipurð og færni í samskiptum.
- Að vera reiðubúinn að leita leita nýrra leiða í skólastarfi.
- Reynsla af starfi með börnum.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara.
Ráðið verður í stöðuna frá og með 14. ágúst 2012. Umsókn ásamt ferilskrá skal berast með tölvupósti á netfangið skolastjori@reykholar.is. Nánari upplýsingar veitir Anna Greta Ólafsdóttir skólastjóri í síma 695 2506.
Umsóknarfrestur er til og með 1. ágúst.