Tenglar

9. júlí 2015 |

Laus störf í Reykhólaskóla

Reykhólaskóli / Árni Geirsson.
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.

Reykhólaskóli auglýsir laus störf grunnskólakennara, leikskólakennara og stuðningsfulltrúa eins og nánar kemur fram hér fyrir neðan. Enn frekari upplýsingar gefur Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir skólastjóri í síma 849 8531 og 434 7731 eða í netfanginu skolastjori@reykholar.is. Umsóknum skal skila í netfangið skolastjori@reykholar.is. Öllum umsóknum verður svarað.

 

 

Grunnskólakennari

 

Grunnskóladeild Reykhólaskóla óskar eftir að ráða grunnskólakennara í 60% starf í verkgreinum. Krafist er réttinda til kennslu í grunnskóla.

 

Hæfniskröfur

 • Að hafa fjölbreyttar kennsluaðferðir á valdi sínu.
 • Þekking á kennslufræði og uppeldisfræði.
 • Áhugi á kennslu og vinnu með börnum.
 • Frumkvæði og samstarfsvilji.
 • Sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum.
 • Góðir skipulagshæfileikar.
 • Gleði og umhyggja.
 • Reglusemi og samviskusemi.

Ef ekki berast umsóknir frá grunnskólakennurum sem uppfylla hæfniskröfur er heimilt að ráða leiðbeinanda í stöðuna tímabundið til eins árs.

 

 

Leikskólakennari

 

Leikskóladeild Reykhólaskóla óskar eftir að ráða leikskólakennara tímabundið (í eitt ár) í 85% starf. Vinnutími er frá kl. 8 til 15 mánudaga til fimmtudaga og föstudaga frá kl. 8 til 14.

 

Hæfniskröfur

 • Réttindi sem leikskólakennari skv. 3. gr. laga nr. 87/2008*).
 • Færni í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
 • Stundvísi.
 • Jákvæðni og áhugasemi.
 • Reglusemi og samviskusemi.

*) Ef ekki berast umsóknir frá leikskólakennurum sem uppfylla hæfniskröfur er heimilt að ráða leiðbeinanda í stöðuna tímabundið til eins árs.

 

 

Stuðningsfulltrúi 

 

Grunnskóladeild Reykhólaskóla óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa. Ráðið er tímabundið frá 17. ágúst 2015 til 20. maí 2016. Starfshlutfall er 65%. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Launakjör samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

_________________

 

Reykhólaskóli á Reykhólum við Breiðafjörð er sameinaður grunnskóli og leikskóli með 62 nemendur á aldrinum 1 árs til 16 ára. Einkunnarorð skólans eru Vilji er vegur. Lögð er áhersla á skapandi starf og nám í gegnum leik. Skólinn er þátttakandi í Grænfánaverkefninu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30