Tenglar

4. ágúst 2011 |

Laus störf matráðs og aðstoðarmatráða á Reykhólum

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð.
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð.

Starf matráðs IV og störf tveggja aðstoðarmatráða í sameiginlegt mötuneyti Reykhólahrepps er laust til umsóknar. Stefnt er að því að sameiginlegt mötuneyti taki til starfa 1. september. Mötuneytið mun starfa í eldhúsi Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Barmahlíðar. Þar verður eldað fyrir Barmahlíð, Reykhólaskóla og leikskólann Hólabæ.

 

Matráður IV hefur yfirumsjón með eldhúsi, sér um matseld (heitan mat) og bakstur, skipuleggur matseðla mánuð fram í tímann, annast innkaup á matvörum, áhöldum og tækjum og hefur umsjón með þrifum á eldhúsi. Gerð er krafa um mikla reynslu á þessu sviði. Hann ber ábyrgð á fjármunum með öðrum og hefur skilgreinda undirmenn en getur auk þess fengið tímabundna aðstoð frá öðru starfsfólki innan stofnunar. Matráður þarf að hlíta stefnum skólanna og hjúkrunarheimilisins um hollt og gott mataræði. Starfshlutfall er 90%.

 

Aðstoðarmatráður starfar í eldhúsi við matargerð og þrif og vinnur sjálfstætt eftir fyrirmælum matráðs við bakstur og matargerð. Reynsla og þekking á eldhússtörfum og matreiðslu er nauðsynleg. Starfshlutfall er um 70%, unnið er 7 daga í senn og frí 7 daga.

 

Ráðið verður í störfin frá 1. september eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst.

 

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið sveitarstjori@reykholar.is eða á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5, 380 Reykhólahreppi.

 

Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri í síma 434 7880.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31