Tenglar

12. apríl 2012 |

Laus sumarstörf hjá Þörungaverksmiðjunni

Þörungaverksmiðjan hf. óskar að ráða fólk til sumarafleysingastarfa í verksmiðju, til löndunar og á verkstæði félagsins á Reykhólum. Störfin standa báðum kynjum jafnt til boða.

 

Þörungaverksmiðjan rekur þurrkverksmiðju á Reykhólum, þar sem þang og þari er þurrkað í mjöl til útflutnings. Verksmiðjan gerir út eitt skip, Gretti BA, og tvo dráttarbáta, auk sex sláttupramma til þangskurðar. Í verksmiðjunni er unnið á vöktum og felst vinnan í mötun hráefnis inn í vinnsluna, pökkun á framleiðslunni, reglubundnu viðhaldi og þrifum.

 

Löndun fer fram að öllu jöfnu utan hefðbundins dagvinnutíma. Hún felst í losun þangs úr Gretti, flutningi á þangi með dráttarvélum upp á hráefnaplan, frágangi neta og umhirðu drátttarvéla og annars búnaðar og vinnusvæða.

 

Verkstæði félagsins sinnir viðhaldi á eignum og búnaði eins og sláttuprömmum, verksmiðju og flutningatækjum.

 

Allar nánari upplýsingar veita Einar Sveinn eða Þorgeir í síma 434 7740 - tölvupóstfang info@thorverk.is.

 

Framleiðsla og hráefnaöflun Þörungaverksmiðjunnar hf. er vottuð af TÚN og QAI sem lífræn (CERTIFIED ORGANIC).

 

Þörungaverksmiðjan hf.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31