Tenglar

27. desember 2016 | Umsjón

Laust starf dýraeftirlitsmanns

Reykhólahreppur auglýsir eftir áhugasömum verktaka í sveitarfélaginu til að taka að sér dýraeftirlit í Reykhólahreppi samkvæmt samþykkt sveitarfélagsins um hunda- og kattahald nr. 835/2016.

 

Hlutverk dýraeftirlitsmanns er að sjá um almennt eftirlit með framkvæmd samþykktarinnar, svo sem skráningu dýra, eftirliti með lausagangi hunda í þéttbýli og skipulagningu á árlegri dýrahreinsun.

 

Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum og vera sjálfstæður og agaður í vinnnubrögðum.

 

Áhugasamir verktakar sendi inn skriflega umsókn þar sem fram kemur ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni.

 

Frekari upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 430 3200. Umsóknir berist í netfangið sveitarstjori@reykholar.is fyrir 10. janúar 2017.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30