27. desember 2016 | Umsjón
Laust starf dýraeftirlitsmanns
Reykhólahreppur auglýsir eftir áhugasömum verktaka í sveitarfélaginu til að taka að sér dýraeftirlit í Reykhólahreppi samkvæmt samþykkt sveitarfélagsins um hunda- og kattahald nr. 835/2016.
Hlutverk dýraeftirlitsmanns er að sjá um almennt eftirlit með framkvæmd samþykktarinnar, svo sem skráningu dýra, eftirliti með lausagangi hunda í þéttbýli og skipulagningu á árlegri dýrahreinsun.
Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum og vera sjálfstæður og agaður í vinnnubrögðum.
Áhugasamir verktakar sendi inn skriflega umsókn þar sem fram kemur ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni.
Frekari upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 430 3200. Umsóknir berist í netfangið sveitarstjori@reykholar.is fyrir 10. janúar 2017.