Tenglar

31. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Laust starf hjá Fjórðungssambandi Vestfirðinga

Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV) auglýsir starf verkefnastjóra í byggðaþróunardeild. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra FV en er unnið í nánu samstarfi við stoðkerfi atvinnu- og byggðaþróunar á Vestfjörðum.

 

Helstu verkefni:

  • Sóknaráætlun landshluta, vinna með samráðsvettvangi og framkvæmdaráði sóknaráætlunar.
  • WaterTrail, þróunarverkefni með Atvest og ferðaþjónum í Norðvesturkjördæmi.
  • Umhverfisvottun sveitarfélaga á Vestfjörðum.
  • Skipulagsmál, þróun strandsvæðaskipulags og svæðisskipulags á Vestfjörðum.
  • Vinna með framkvæmdastjóra, nefndum og starfshópum FV.
  • Umsjón með heimasíðu.

 

Hæfniskröfur – skilyrði:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.

 

Hæfniskröfur – æskilegt:

  • Reynsla úr stjórnsýslu sveitarfélaga og ríkisins.
  • Reynsla af verkefnastjórnun.
  • Verkefnastjóri þarf að vera tilbúinn að takast á við síbreytilegar aðstæður og fjölbreytt verkefni. Því er leitað að hæfum einstaklingi, karli eða konu, sem hefur til að bera frumkvæði, sjálfstæði, hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og forystu- og skipulagshæfileika.

 

Umsjón með ráðningu hefur Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga (adalsteinn@vestfirdir.is), sími 450 3001 eða 862 6092.

 

Umsóknarfrestur er settur til og með 18. júní 2013, umsóknir sendist á fv@vestfirdir.is.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30