Tenglar

21. mars 2016 |

Laust starf umsjónarmanns Grettislaugar

Grettislaug á Reykhólum / Árni Geirsson.
Grettislaug á Reykhólum / Árni Geirsson.

Viðkomandi hefur umsjón með Grettislaug á Reykhólum. Starfið felst í öryggisgæslu, ráðningu starfsfólks, vaktaskipulagi, umsjón með lauginni sjálfri og fleiru. Mikilvægt er að umsækjandi hafi til að bera hæfni í mannlegum samskiptum, ríka þjónustulund, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Umsækjandi þarf að hafa próf í skyndihjálp og hafa staðist sundpróf sundlaugavarða.

 

Um er að ræða ca. 50% starf á ársgrundvelli.

 

Frekari upplýsingar gefur fráfarandi umsjónarmaður, Jón Ingi Þorsteinsson, í síma 434 7738 þegar laugin er opin.

 

Laun fara eftir kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélaga.

 

Umsóknir með helstu upplýsingum sendist skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, 380 Reykhólahreppi, eða í netfangið skrifstofa@reykholar.is.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31