10. janúar 2013 | vefstjori@reykholar.is
Laust starf við heimaþjónustu í Reykhólahreppi
Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps auglýsir eftir starfsmanni eða starfsmönnum í 30 prósent starf við félagslega heimaþjónustu í Reykhólahreppi. Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að fólkið sem hennar nýtur sé eflt til sjálfshjálpar og sé gert kleift að búa sem lengst í heimahúsum við sem eðlilegastar aðstæður. Þjónustan felur í sér innlit ásamt þrifum.
Um er að ræða afleysingastarf vegna fæðingarorlofs til eins árs. Umsóknir skal senda í netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is eða skila inn á skrifstofu Reykhólahrepps.
Upplýsingar veitir Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri í síma 842 2511.