30. apríl 2021 | Sveinn Ragnarsson
Laust starf við leikskólann Hólabæ
Leikskóladeild Reykhólaskóla, Hólabær, auglýsir laust til umsóknar starf ræstitæknis og starfsmanns/leiðbeinanda, samtals 40%.
Vinnutími er frá kl 14:00 - 17:00 eða samkvæmt samkomulagi.
Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til 14. maí en ráðið er í stöðuna frá 9. ágúst næstkomandi. Mögulegt er að byrja fyrir sumarlokun sem er frá og með 2. júli.
Umsóknum skal skilað til Sonju Drafnar Helgadóttur, leikskólastjóra á netfangið: leikskoli@reykholaskoli.is
Upplýsingar um starfið veitir leikskólastjóri, í síma 434-7832 eða á netfangið leikskoli@reykholaskoli.is
Nánar í Laus störf hér til vinstri.