Leggst gegn mannvirkjagerð við Langavatn
„Undirritaður leggst alfarið gegn hvers konar mannvirkjagerð á lóð sem merkt er V3 neðan við Langavatn. Þetta svæði er viðkvæmt varpsvæði ýmissa fugla og samrýmist illa ásýnd Reykhóla að byggja þar, enda eru nægar aðrar byggingalóðir í boði.“ Þannig hljóðar bókun Eiríks Kristjánssonar á fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps í dag, þegar ákvörðun skipulagsnefndar sl. mánudag um úthlutun iðnaðarlóðar neðan við Langavatn var til afgreiðslu. Meirihluti sveitarstjórnar tók hins vegar jákvætt í bókun nefndarinnar og fól sveitarstjóra að hefja undirbúning málsins.
Umrætt svæði sem merkt er V3 á aðalskipulagi Reykhólahrepps er þar skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði (sjá meðf. kort - smellið á það til að stækka).
Sjá einnig:
► 12.06.2012 Umsóknir um fimm byggingalóðir samþykktar
Þórarinn Ólafsson, fstudagur 15 jn kl: 11:32
Ég er sammála Eiríki. Bakka Langavatns á ekki að snerta. Leyfum okkar fiðruðu vinum að vera í friði þar eins og verið hefur allta tíð.
kv.
Tóti