Tenglar

14. júní 2012 |

Leggst gegn mannvirkjagerð við Langavatn

„Undirritaður leggst alfarið gegn hvers konar mannvirkjagerð á lóð sem merkt er V3 neðan við Langavatn. Þetta svæði er viðkvæmt varpsvæði ýmissa fugla og samrýmist illa ásýnd Reykhóla að byggja þar, enda eru nægar aðrar byggingalóðir í boði.“ Þannig hljóðar bókun Eiríks Kristjánssonar á fundi hreppsnefndar Reykhólahrepps í dag, þegar ákvörðun skipulagsnefndar sl. mánudag um úthlutun iðnaðarlóðar neðan við Langavatn var til afgreiðslu. Meirihluti sveitarstjórnar tók hins vegar jákvætt í bókun nefndarinnar og fól sveitarstjóra að hefja undirbúning málsins.

 

Umrætt svæði sem merkt er V3 á aðalskipulagi Reykhólahrepps er þar skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði (sjá meðf. kort - smellið á það til að stækka).

 

Sjá einnig:

12.06.2012 Umsóknir um fimm byggingalóðir samþykktar

 

Athugasemdir

Þórarinn Ólafsson, fstudagur 15 jn kl: 11:32

Ég er sammála Eiríki. Bakka Langavatns á ekki að snerta. Leyfum okkar fiðruðu vinum að vera í friði þar eins og verið hefur allta tíð.
kv.
Tóti

Sigmundur Magnússon, fstudagur 15 jn kl: 20:36

Tek undir það að þarna á engin mannvirkjagerð að vera, það er ekkert sem réttlætir að fórna fuglífi þarna fyrir byggingar þegar til eru aðrir staðir innan Reykhóla til að byggja á.
Kv Simmi

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 16 jn kl: 04:08

Fuglalíf við Langavatn er ekki í meiri hættu vegna mannvirkjagerðar...Fulglalíf er í meiri hættu vegna ágengni tófu og vargfugls...Væri nær að tala um að fórna fjármunum í að gera heilsárs samning við refaskyttur...þá sem hafa þó veitt okkur þá ásýnd að hafa veitt öllum sem vilja sjá og heyra... að hafa mófuglavarp...aldrei fleiri endur en nú...ekki nokkur styggð að sjá í fuglavarpi....Væri ekki nær að styrkja þá innviði sem hafa þó gert fólki kleyft að berja augu fuglavarp eins og það á að vera...ég vil launa þessa árvökulu menn sem hafa verið hér með ómældri vinnu að halda þessu tófu kvikindi í skefju....Þegar talað er um fuglalíf og eðlilegan framgang fuglavarps...þarf að hafa það sterklega í huga að einhver sé til staðar til að aflífa þau meindýr sem valda mestum skaðanum....það eru ekki mannvirkjagerðir eða umgengni fólks sem skaða...heldur ferfætt rándýr og flugvargur. Hreppsnefndi ætti að fá sér göngutúr á Hornströndum og hlusta á fuglasönginn....sjá alla mófuglana, gæsirnar,endurnar, lundan á bjargbrúninni......þetta er allt flúið af vetfangi...vegna hvers? jú Tófan með aðsetur í Súðavík er komin til að vera...netfangið hennar er tofan@tofan.is.....

Guðjón D. Gunnarsson, laugardagur 16 jn kl: 11:30

Við Eiríkur höfum ekki lagt okkur fram um að vera sammála, frekar leitað að ágreiningsefnum!!!!!!! Nú bregður svo við, að við erum algerlega sammála. Helsta (kannski eina) aðdráttarafl Reykhóla á ferðamenn er fuglalífið. Þegar ég heyrði um væntanlegar byggingar þarna, taldi ég það grín, sem aldrei kæmi til greina. Að 80% hreppsnefndar skildi samþykkja þetta er hreinlega óskiljanlegt.

Gudni Gudnason, mnudagur 25 jn kl: 03:49

Mer thykir leitt ad heyra um thetta thar sem thessi bygging er fyrir starfsemi mina. Eg vissi ekki um ad thetta vaeri svona og eg er nuna ad kanna thetta, hvort vid getum fengid adra lod. Mitt fyrirteaki her i Japan er um thad sem er kallad Eco-Green og eigum vid ad vera jardvaent fyrirtaeki, thannig ad had vaeri ekki gott ad skerda jordina a thennann hatt.

Mun gera mitt besta til ad ganga i thetta mal og sja hvada annad vid getum fengid.

Kvedjur fra Japan,

Gudni Gudnason.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30