2. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is
Legu vegarins verður að líkindum breytt
Svæðisstjóri Vegagerðarinnar segir líklegt að legu nýja vegarins í Kjálkafirði vestast í Reykhólahreppi verði breytt lítillega þar sem skriðan mikla féll í vor og skriðuhætta hefur verið meira og minna síðan. Nú þegar er byrjað að endurhanna veginn á þessum kafla. Verkstjóri hjá Suðurverki segir að í mikilli rigningartíð sé hætta á að urðin í hlíðinni ofan vegarins fari af stað á ný. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var líka rætt við Eyrúnu Ingibjörgu Sigþórsdóttur, oddvita Tálknafjarðarhrepps.
Fram kom, að fjarlægja þurfi gríðarlegt efnismagn úr hlíðinni.
► Smellið hér til að sjá og heyra frétt Kristjáns Más Unnarssonar fréttamanns á Stöð 2.
► 24.05.2013 Vegstæðinu í Kjálkafirði breytt vegna skriðuhættu?