Tenglar

8. mars 2018 | Sveinn Ragnarsson

Leið Þ-H var valin

Hallsteinsnes
Hallsteinsnes
1 af 2

Á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag var afgreitt mál sem margir hafa beðið eftir í ofvæni hvernig færi; leiðaval á Vestfjarðavegi (60) í Gufudalssveit. Leið Þ-H var valin í aðalskipulagstillögu, yfirleitt kennd við Teigsskóg.

Í bókun með afgreiðslu málsins í fundargerðinni stendur m.a.:

-----------------------

„Sveitarfélagið hefur við vandlega skoðun ákveðið að velja leið Þ-H inn á tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Leitað hefur verið leiða til að draga úr eða koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif leiðar Þ-H, kannað ítarlega hvort unnt sé að draga úr kostnaði við leið D2 og auka umferðaröryggi þeirrar leiðar til að hún verði a.m.k. sambærileg og leið Þ-H og skoðað mismunandi útfærslur valkosta.“

----------------------

Sveitarfélagið telur brýna þörf fyrir samgöngubætur, sem felst í auknu umferðaröryggi, aukinni greiðfærni og styttingu leiða. Sú þörf taki til mun fleiri hagsmuna en Reykhólahrepps eingöngu, þar sem hagsmunir ná til allra Vestfjarða. Óásættanleg bið hefur verið á samgöngubótum. Upplýsingar frá yfirvöldum um að leið D2, sem hefur minni umhverfisáhrif í för með sér, geti orðið til þess að seinka framkvæmdum enn frekar, geri það að verkum að Reykhólahreppur telur að hagsmunir samfélagsins vegna bættra samgangna séu meiri en þau neikvæðu umhverfisáhrif sem þau hafi í för með sér.“

--------------------------

Sveitarfélagið telur ljóst að leið Þ-H hafi umfangsmeiri neikvæð umhverfisáhrif í för með sér en leið D2. Hins vegar hafi hún jákvæðari samfélagsáhrif og bætir samgöngur og eykur umferðaröryggi meira en leið D2. Þá er verulegur munur á kostnaði þessara framkvæmdakosta, sem er slíkur að hann er líklegur til að hafa afgerandi áhrif á tímasetningar samgöngubóta.“

 

Aðalskipulagsbreytingunum er þar með ekki lokið, heldur þarf að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar sem veitir umsögn og þá er tillagan auglýst. Þegar frestur til athugasemda er liðinn tekur skipulagsnefnd afstöðu til athugasemda og umsagna og gengur frá endanlegu aðalskipulagi til lokasamþykktar í sveitarstjórn. Aðalskipulag tekur gildi þegar það hefur verið staðfest af Skipulagsstofnun.

  

Athugasemdir

Þórólfur Halldórsson, fstudagur 09 mars kl: 09:59

Sveitarstjórn Reykhólahrepps á miklar þakkir skildar fyrir að höggva á þennan áralanga hnút. Það fer ekki á milli mála að faglega var staðið að ákvörðuninni af hálfu sveitarstjórnar og hún stendur svo sannarlega undir þeirri samfélagslegu ábyrgð sem ákvörðunum sem þessari fylgja.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31