Tenglar

26. júlí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Leið um Teigsskóg hafnað

Kort: Mbl./Loftmyndir.
Kort: Mbl./Loftmyndir.

Skipulagsstofnun hefur hafnað því að leið B um Teigsskóg í Þorskafirði fari í mat á umhverfisáhrifum. Nýlega heimilaði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra Vegagerðinni að hafa leið B með öðrum leiðum, sem til greina koma við nýja legu Vestfjarðavegar í Gufudalssveit, við matið. Vegagerðin lagði til nokkrar mögulegar veglínur í Gufudalssveit í tillögu sinni að matsáætlun. Áætlunin segir til um hvaða veglínur verði síðan metnar.

 

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

 

„Við fengum svar frá Skipulagsstofnun um að þeir samþykktu ekki veglínu um Teigsskóg. Þeir töldu hana þegar hafa farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum, henni hefði verið hafnað og það stæði,“ sagði Hreinn. Hann sagði að þessi afstaða Skipulagsstofnunar hefði komið Vegagerðinni nokkuð á óvart, þótt þessi möguleiki hefði vissulega verið inni í myndinni.

Í bréfi Skipulagsstofnunar til Vegagerðarinnar frá 18. júlí sl. segir m.a. að Skipulagsstofnun telji „að ekkert nýtt hafi komið fram sem hniki þeirri afstöðu stofnunarinnar um að veglína B1 [innsk. nýjasti valkosturinn] sé sami framkvæmdakostur og valkostur B sem lagst var gegn með úrskurði þann 28. febrúar 2006“.

 

Vegagerðin hyggst vinna áfram í málinu og leita skýringa á afstöðu Skipulagsstofnunar og hvort til greina komi að endurskoða hana. Einnig er hægt að kæra álit Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hreinn bjóst frekar við því að ákvörðunin verði kærð, fáist henni ekki breytt.

 

Hreinn benti á að frá því að fyrra umhverfismat fór fram sé búið að samþykkja leið B í aðalskipulagi sveitarfélagsins og eins breyta lögum um mat á umhverfisáhrifum.

 

„Auk þess var veglínan færð töluvert til að koma til móts við gagnrýni landeigenda og til að skemma minni skóg en með upphaflegu línunni. Þetta er ekki sama línan. Það voru okkar aðalrök fyrir því að fara með hana aftur í mat á umhverfisáhrifum og að Skipulagsstofnun ætti að heimila hana,“ sagði Hreinn.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30