Tenglar

18. október 2011 |

Leiðarvalið: Vegagerðin íhugar næstu skref

Ráðherra og hans menn í Bjarkalundi þegar opni fundurinn var haldinn.
Ráðherra og hans menn í Bjarkalundi þegar opni fundurinn var haldinn.

Vegagerðin er að útbúa tillögur um næstu skref í undirbúningi framkvæmda á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit þar sem leiðarval hefur verið mjög umdeilt. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri reiknar með að kynna tillögurnar fyrir Ögmundi Jónassyni og ráðuneyti hans á næstunni. „Við erum að skoða alla kosti til að reyna að hreyfa við málinu,“ segir Hreinn í samtali við Morgunblaðið í dag.

 

Forsvarskonur sveitarfélaganna þriggja á Vestfjarðakjálkanum sunnanverðum, Reykhólahrepps, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, áttu fyrir helgi fund með Ögmundi um þessi mál. Þær ítrekuðu þá afstöðu sveitarfélaganna að farin yrði láglendisleið og fram kom að þær teldu að fullur skilningur væri á því hjá ráðherra.

 

Daginn eftir fundinn birtu þær f.h. sveitarfélaga sinna áskorun til þingmanna þar sem óskað er eftir láglendisvegi strax.

 

Auglýsing í dagblöðum: Láglendisveg strax!

Fundurinn í Bjarkalundi: Ráðherra lokar ekki á neitt

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30