8. júlí 2009 |
Leiðin Bjarkalundur-Flókalundur hafi forgang
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar skorar á Kristján Möller samgönguráðherra að gæta hagsmuna Vestfirðinga í hvívetna þegar kemur að forgangsröðun verkefna í vegaframkvæmdum á landinu. Leggur ráðið höfuðáherslu á að þjóðvegi 60, Vestfjarðavegi frá Flókalundi í Bjarkalund, ásamt Dýrafjarðargöngum, verði ekki slegið á frest. Báðar þessar framkvæmdir munu að mati bæjarráðs rjúfa vetrareinangrun milli byggða á Vestfjörðum.
Þetta kemur fram á fréttavefnum bb.is.